-
Hvað dekkar tryggingin mín?Trygging hjá okkur dekkar öll tjón, t.d. rakaskemmdir, höggskemmdir og stolin snjalltæki. Það sem við bætum ekki er ef þú týnir snjalltækinu eða skemmir það viljandi, ef það eru rispur á tækinu sem hafa ekki áhrif á notagildi þess, og ef það er einhver í bilun í tækinu sem fellur undir ábyrgð. Ef tækinu er stolið eða það er rakaskemmt telst það sem altjón og þá þarf að greiða eftirstöðvar af tryggingarárinu og sjálfsábyrgðina og þú færð nýtt tæki frá okkur.
-
Ég var að kaupa nýtt snjalltæki! Hvernig get ég tryggt það?Þú getur keypt tryggingu hjá söluaðilum innan við 14 dögum frá kaupum, eins og Nova, Símanum, Vodafone, Tölvutek, Epli, Macland og Eldhaf á Akureyri. Þú hefur aðeins meiri tíma til að stofna trygginguna ef þú vilt gera það beint í gegnum okkur og getur þá skráð þig í tryggingu á netinu á Viss.is. Tækið verður að vera innan 60 daga gamalt (framvísa þarf sölunótu til að staðfesta það) og ótjónað til þess að hægt sé að tryggja.
-
Af hverju ætti ég að tryggja Ipadinn minn?Ipad er algjör snilld á alla vegu, nema það að það er ekki hægt að gera við hann ef hann lendir í tjóni! Því miður hefur enn ekki verið boðið upp á það að skipta um gler eða umgjörð heldur þarf að skipta tækinu út í heild sinni! Útskiptakostnaður getur verið frá 62.000 alveg upp í 142.500 krónur! Hins vegar, ef þú tryggðir Ipadinn hjá okkur greiðir þú einungis sjálfsábyrgðina sem eru 10.
-
Þarf ég snjalltækjatryggingu ef ég er með heimilistryggingu?Margir halda að snjalltækjatrygging sé ekki sniðug af því þau hafa nú þegar heimilistryggingu. En þó að heimilistrygging sé ákveðið öryggi, er það vissulega ekki besta leiðin fyrir okkur sem elskum snjalltækin okkar. 👉Hér eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga varðandi heimilistrygginguna þína ef þú ert ekki viss um hvort þú ættir að fá þér farsímatryggingu [2 min lesning] Þú getur svo tryggt tækið þitt beint á viss.
-
Hvað þýðir "eftirstöðvar" tryggingar og "altjón"?Þegar snjalltækið þitt lendir illa í því og verður óviðgerðarhæft, til dæmis eins og þegar það er rakaskemmt, tækinu er stolið eða þú keyrir yfir tækið þá kallast það "altjón". Þegar altjón á sér stað þarf að greiða sjálfsábyrgð og eftirstöðvar tryggingarinnar. Eftirstöðvar eru þau mánaðargjöld sem eru eftir af tryggingarárinu. Segjum að þú eigir Iphone 12 pro þar sem sjálfsábyrgðin fyrir viðgerðinni eru 19.500 krónur og lendir í altjóni þegar þú átt eftir 4 mánuði af tryggingarárinu.
-
Af hverju á ég að kaupa snjalltækjatryggingu?Vegna þess að trygging Viss er með lágri sjálfsábyrgð og víðtækum skilmálum. Þeir sem eru með farsíma tryggða hjá Viss fá lánaðan síma á meðan leyst er úr farsímatjóninu. Kannanir hafa leitt í ljós að um þriðji hver farsími verður fyrir einhvers konar tjóni. Reynslan sýnir að hægt er að gera við tæplega helming síma og rúmlega helmingur síma er ónýtur. Þegar Ipad eða Apple Watch brotnar er ekki hægt að gera við tjónið heldur þarf að skipta tækinu út.
-
Lengd Viss tryggingaHámarkslengd trygginga á símum og Ipad hjá Viss er 24 mánuðir. Úrin eru hins vegar bara tryggð í 1 ár. Ef þú velur að greiða upp fyrsta árið við kaup tryggingarinnar þá greiðiru engar mánaðargreiðslur þar til á seinna árinu. Tryggingin fer sjálfkrafa inn á seinna árið þannig þú þarft ekkert að pæla í því, en við látum þig nú samt vita þegar það gerist ;-). Seinna árið er alltaf greitt mánaðarlega og því engin binding.
-
Af hverju ætti ég að tryggja Apple-watchið mitt?Eins frábær og þessi stórglæsilegu úr eru, þá eru þau óviðgerðarhæf ef þau brotna! Því miður hefur ekki enn verið boðið upp á það að skipta um gler eða umgjörð á úrinu. Þess vegna þarf að skipta því út fyrir nýtt úr ef þú lendir í tjóni! Kostnaður við útskipti geta farið upp í 76.500 krónur! Hins vegar, ef úrið er tryggt hjá okkur þá greiðir þú bara sjálfsábyrgðina sem er frá 13.
-
Ef tækið mitt skemmist, er það áfram tryggt?Ef að hægt er að gera við tækið, sem er tryggt hjá okkur, þá er það tryggt áfram út vátryggingatímabilið. Undantekningin er, ef að tækið hefur skemmst áður og uppsafnaður viðgerðarkostnaður nemur kostnaði við nýtt tæki. Þá er tryggingin fullnýtt. Sama gildir ef að tækið er ónýtt og við þurfum að bæta það með öðru tæki þá ertu búinn að fullnýta trygginguna sem að þú keyptir.