-
Ég fékk nýtt kort, verður þá mánaðargjaldið tekið út af nýja kortinu?Ef þú fékkst nýtt kort þá breytist það ekki sjálfkrafa í kerfinu hjá okkur heldur þarf að skrá inn nýja kortið svo að hægt sé að greiða mánaðarlega fyrir tryggingu af því. Endilega hafðu samband við okkur í síma 445-4500 eða sendu tölvupóst á [email protected] og við skráum inn nýja kortið þitt. :-)
-
Hvað gerist ef ég greiði ekki mánaðargjaldið?Hvern mánuð er sjálkrafa dregið út af kortinu þínu fyrir mánaðargjaldi tryggingarinnar þinnar. Ef ekki er nægileg innistæða inni á kortinu þá stofnast krafa í heimabanka sem er vaxtalaus fram að eindaga, athugið þó að þegar kröfur stofnast leggjast 150 krónur á þær (það er seðilgjaldið frá bankanum). Við mælum eindregið með því að greiða kröfuna sem fyrst til þess að vextir fari ekki að bætast ofan á hana.
-
Af hverju er krafa í heimabankanum mínum?Ef þú valdir að greiða mánaðarlega þegar þú keyptir tryggingu þá fer mánaðargjaldið sjálfkrafa í byrjun mánaðar út af kortinu sem þú skráðir við kaup. Kröfur stofnast í heimabankanum þínum ef ekki náðist að skuldfæra á kortið þitt í byrjun mánaðar. Það gerist t.d. ef þú hefur lokað kortinu þínu eða þvi hefur verið stolið. Krafa í heimabanka er því varaleið til að greiða mánaðargjaldið þitt. Ef þú hefur fengið kröfu vegna þess að þú hefur fengið þér nýtt greiðslukort skaltu endilega heyra í okkur símleiðis 445 4500 ( frá 11-17 mán-fim og 11-16 á föstudögum).