Cube Long Arrow Right External Link angle-right Search Times Spinner angle-left

Ef ég lendi í tjóni hvað geri ég?

Þetta er ekkert mál, þú bara ferð á viss.is og tilkynnir tjónið rafrænt. Síðan kemurðu símanum til okkar niður í Ármúla og við bjóðum þér að fá lánssíma. Við gerum við tækið, þú borgar sjálfsábyrgðina og ógreidd iðgjöld ef einhver eru. 

Athugaðu að ef að ekki er hægt að gera við símann og skipta þarf honum út fyrir nýjan þá er tryggingin fullnýtt. Þá þarf að borga upp iðgjald ársins og greiða sjálfsábyrgðina áður en nýr sími fæst afhentur. 

Ef símanum er stolið þá þarftu að fylla út lögregluskýrslu innan viku frá þjófnaði og koma til okkar. Ef þú ert með lögregluskýrslu geturðu farið á viss.is og sent lögregluskýrslu sem viðhengi með tjónsskýrslunni.