-
Ef ég lendi í tjóni hvað geri ég?Þetta er ekkert mál, þú bara ferð á viss.is og tilkynnir tjónið rafrænt. Síðan kemurðu símanum til okkar niður í Ármúla og við bjóðum þér að fá lánssíma. Við gerum við tækið, þú borgar sjálfsábyrgðina og ógreidd iðgjöld ef einhver eru. Athugaðu að ef að ekki er hægt að gera við símann og skipta þarf honum út fyrir nýjan þá er tryggingin fullnýtt. Þá þarf að borga upp iðgjald ársins og greiða sjálfsábyrgðina áður en nýr sími fæst afhentur.
-
Sný ég mér í einhverju tilvikum til símafélaganna út af tjóni?Nei, þú kemur bara beint til okkar. Viss sér í öllum tilvikum um tjón af völdum höggs, raka eða þjófnaðar. Fyrsta skrefið í tjónsferlinu er hér 👉viss.is Aðeins ef um bilun er að ræða sem rekja má til framleiðslugalla á símtækinu leitarðu til söluaðila símans. Ef þú ert ekki viss þá kíkirðu bara til okkar í Ármúla 7.
-
Ég er með tryggðan síma hjá ykkur og hann skemmdist, hvað á ég að gera?Fyrsta skrefið er að tilkynna tjónið inn á viss.is, þar fyllir þú út tjónaskýrslu og segir í stuttu máli hvað kom fyrir símann. Tjónaskýrslan lendir síðan hjá okkur um leið og þú staðfestir skýrsluna. Áður en þú kemur með símtækið til okkar þá þarf að slökkva á "find my iphone" í símanum (ef þetta er iphone). Gott er að vera líka búin að taka afrit af mikilvægum myndum og gögnum á icloudið eða google photos.